![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj9qPcb70NGROBWMmxArSvo8RxHLejuUwcpSafT3WHKBLJM0MB7InZkvOsOweV2Pay7GiUM7rDBTAlBUUHj8XrrJ1pS0CTrmM6k_wHfx4_gLJb2HBGVxK5ZbdMaBpfs4bsJjKrxJqVeDQ/s400/IMG_3045.jpg)
28.5.09
Hafið þið séð annað eins?
Þessar rósir fékk ég á föstudaginn í síðustu viku. Þær eru svo fallegar. Í gær skipti ég um vatn á þeim og þær halda bara áfram að blómstra og gleðja okkur.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj9qPcb70NGROBWMmxArSvo8RxHLejuUwcpSafT3WHKBLJM0MB7InZkvOsOweV2Pay7GiUM7rDBTAlBUUHj8XrrJ1pS0CTrmM6k_wHfx4_gLJb2HBGVxK5ZbdMaBpfs4bsJjKrxJqVeDQ/s400/IMG_3045.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj9qPcb70NGROBWMmxArSvo8RxHLejuUwcpSafT3WHKBLJM0MB7InZkvOsOweV2Pay7GiUM7rDBTAlBUUHj8XrrJ1pS0CTrmM6k_wHfx4_gLJb2HBGVxK5ZbdMaBpfs4bsJjKrxJqVeDQ/s400/IMG_3045.jpg)
24.5.09
Góð helgi með góðu fólki
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjzqb_LVT8ONShcnA_p4nN3Z1BPy3o2CccZaucg7w3ihqHU-D3j_fBn0UMp2zpfVxFMUMPX4icgYVZr6icB2e2QA8uq5jOSB4G145do4Ds-rdlMe9tEsj9EPm_gzh9u0Rqp1Iyb1p3Qog/s400/IMG_3023.jpg)
Helgin hefur verið viðburðarík hjá okkur. Útskrift á föstudaginn hjá Kristjáni frænda í FB og veisla á eftir og síðan útskrift Kristins og Ingibjargar á laugardaginn og veisla í Sléttuhlíð. Veðurblíðan einstök þrátt fyrir spá um rigningu og leiðindi. Í morgun tókum við það rólega og sváfum lengi og engin skipulögð dagskrá fyrir daginn. Þá er upplagt að byrja daginn með nýbökuðum rúnstykkjum og góðu áleggi.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjATYODN_7hoqhQZ7XI3dXadutSs3v8qqCQLUU9Dm7a-awqEsFRmZ8GhCdhhNESsSQtVDKvOQxrDX7uAc1hWiVNprVOC7IC8aJq-JZ0XAlpVNAr5GaDp1DGVGHnRzcswz0chC6Jc9CfSA/s400/IMG_3004.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEi945LKGcgTVWaY9JHveVylZBdqjdf0GsmfGPrMrSn0kz8uXn7pLaSuxd2KvKYHejNcAshn5SJvL3PkA3qULbhZuQSGAU1XN8icsBaOMPk2LjmwndErshmolE9M1Ku0UpafwD6Rf5tdbg/s400/IMG_3024.jpg)
19.5.09
Garðurinn okkar 19. maí 2009
Þessi mynd er fyrir Ástu Sigrúnu og Gulla. Fuglahúsið sem þau fengu í jólagjöf eitt árið. Það verður fallegra og fallegra með hverju árinu sem líður þó það láti á sjá vegna veðurs.
16.5.09
Garðurinn okkar í maí 2009
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh5fINnIEOlhBt5mQaSxnx9_4bJuCeQS7HL7onHsYp-mjFA9yrjr2_NgW-G4pCZaKeLFHtMMcJry3i5fGRZmzbAMhlZJ0HUd8q7veBXZBNBhT6b3lNkAEEeOZbUmKQlPphCRehpWAmdTg/s320/Blogg.gif)
12.5.09
Peysa fyrir haustið.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjtRMZ7S1iePPE8IKYAUFIX3BSWzgnYvfcRr0gzwYXcDt66ocpuAECWL_j2U-0l9GTq2GyirrUZ6S3fktwNRUwC1ZotJPlHc9TH8mu_nk7BMin_sAGAz49GspOAzwFrGHNPBQfAqHmbYQ/s320/Lopapeysan+prj=25C3=25B3nu=25C3=25B0.jpg)
Ég byrjaði á peysu úr lopa-ligth í haust, hef verið að prjóna hana svona inn á milli annarra verkefna. Nú er ég búin með bakstykkið og framstykkin og er mikið að hugsa um að leggja henni þar til seinni part sumars. Þetta verður fín peysa í svalt haustið , hneppt að framan.
Uppskriftin er í gömlu blaði frá Ístex og nota ég hana að mestu leyti þ.e lykkjufjölda og snið. Ég ætla svo að nota uppskrift af ermum og ermaísetningu úr nýjasta Tinnublaðinu og geri frekar ráð fyrir að nota þá uppskrift einnig fyrir hálsmálið. Á myndinni sýnist peysan grá en er í rauninni grágræn. Nokkuð fallegur litur. Síðan fylgir sjal með sem ég er með ljósgrátt. Sjáum til hvað ég geri.
10.5.09
Góður sunnudagur
Sunnudagar finnst mér frábærir. Og í dag var engin undantekning þar á. Ég bjó til ógeðsdrykkinn minn!!! Já, það er ótrúlega góður djús frá henni Sollu hollu. Ég set: 1 stóra agúrku, 2 stöngla af selleríi, 4 stilka af myntu, 3 sm. af engifer (afhíða), 1 lime (taka börkinn af og passa að hvítakjötið fari vel með berkinum), 1/2 tsk. af Himalayasalti og 2,5 dl. af vatni, í blandara og læt ganga í góða stund eða þar til allt er orðið vel maukað. Stundum sigta ég djúsinn en oft hef ég hratið með. Þetta er ótrúlega gott og ég tala nú ekki um hollt.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgSuM5YQ2s4pr4-5zFM-wFNZzFjZqwQ5IbheRzS9Z31pXGxhLWO-GcudOKC_gGiRoArKM863pLa10rKqpeZF4N9xDFWzrvrMQZzw95VKMB-HkgA9E1kKMfEcH8dqSMUkcdQeNBxcculLw/s320/appels=25C3=25ADnumarmela=25C3=25B0i+fyrir+blogg+2.gif)
Appelsínumarmelaði.
1 kg. appelsínur
1 sítróna
800 gr. sykur
Skera ávextina í báta og hakka vel í hakkavel. Allt sett í pott og sjóða í 20 mínútur. Síðan sett í krukkur og fylla allveg upp og loka strax, þá lofttæmast þær vel. Auðvelt, fljótlegt og gott.
9.5.09
Bananamúffur
Eins og sjá má hér að neðan er ég búin að fá eitt leikfangið enn. Það er forrit til að breyta myndum á ýmsan máta. Ég er búin að vera að leika mér í kvöld og þetta er útkoman, mynd af nýbökuðu bananamúffunum mínum.
Eins og ég hef sagt áður, þá á ég mjög erfitt með að henda mat. Það gerist oft á þessu heimili að sumt borðast mjög vel en annað verður útundan. Þegar ávextir eða mjólkurvörur eiga í hlut þá finnst mér mjög auðvelt að nýta þessar matvörur t.d í brauð eða kökur. Oft verða þó muffur fyrir valinu. Í gær voru þrír kolsvartir bananar í skálinni í eldhúsinu. Ég stappaði þá í mauk og notaði þá í bananamúffur. Hér kemur uppskriftin
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg4NsnM2iLLJ0B6uf9wG_AGTe2kYcUQ7UTJLQYrLagz5DCpIROsy_Gw8DP4jtrHiu58ZC2qN3pb-b4mC4QnB9IXRn8qUebtg_tKEOLYJrqpStI-OMzsMOiIw74PjekwYJCV7sXESLiwNw/s320/Bananamuffur.jpg)
Bananamúffur
3 mjög vel þroskaðir bananar maukaðir
200 gr. hrásykur (fínn)
2 egg
1,5 dl. ab-mjólk
2 tsk. vínsteinslyftiduft
1 tsk. vanilludropar
260gr. fínmalað spelt
20 gr. suðusúkkulaði spænir
Þeyta saman egg, bananamauk, sykur og ab-mjólk. Blandið því næst þurrefnunum saman við (muna að hræra ekki heldur velta deginu saman). Setja deigið í smurð múffuform og bakað við 200°C í 20-25 mínútur. Verði ykkur að góðu
7.5.09
Jæja þá er óhætt að sýna herlegheitin!!
Jæja þá er bókin hennar Guðrúnar Erlu komin út í Bandaríkjunum og mér þá óhætt að opinbera herlegheitin. Fyrsta myndin er af tveimur blokkum úr löbernum. Þessi löber er saumaður beint á bak og vatt (svona fyrir þá sem skilja, það er ekki langt síðan ég uppgötvaði hvað það þýðir:-))
Efnin eru hönnun Guðrúnar Erlu. Ég pantaði pakkann fyrir námskeiðið og eins og ég hef áður sagt eru þetta ekki beint lítir sem ég hefði valið sjálf.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgoGr7TMQ0PfuF0n6SNc1CU9mmZq84v2HZzkWWohFgEYDt9RzjNBbmpRjBKjKiFS6mfG8FLVM29JjpxFfJlz9nlO4_A9gOV37ygMisj8gWo_BG8IlJRV2u2_62O8xJAqGUvkya1oMD8Zg/s320/IMG_2852.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEh6V6w4c6uDirqtDX866v2cPAoA9KSdkW12xRoBmk7alhUexe6b-m_3CJNh5d5Tl60cwAfYav_DiAEhzYKEfjz8QP4vTIAPx5i0pCwAog7mvFsL4GhXUWy8d_xmG6rS27VsuS5Q5leraQ/s320/IMG_2850.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhZjbaFbUuF3Zk8dOC9BxwbyrnripYs4_nzqyxlpdVd8kM0e10r1a_NAk0qf3a2V319TWht0DAdee124p0RMn7uDSX2PRZBC0pJFEmHZmh9UvL2nDotP0SDe5FUK_WYaRGXxZgxcc6Oqg/s320/IMG_2855.jpg)
Nú svo er það "Flóafárið". Þetta er teppið (eða öllu heldur yfirborðið). Þetta var verkefnið þar sem við vissum ekkert hvað við vorum að gera. Fengum bara vísbendingar eina af annarri og héldum á vit hins oþekkta og óvænta.
Eins og ég sagði frá eftir námskeiðið, þá var ég nú ekki eins fljót að vinna eins og hinar konurnar en ég er þó búin með þetta!
5.5.09
Frábær helgi á Flúðum.
Það er ekki margt sem jafnast á við góða helgi í sumarbústað, þegar líður á veturinn. Við Maggi og krakkarnir höfum haft það fyrir sið að fara í sumarbústaðaferðir fyrir jólin og þá tökum við eitthvað skemmtilegt með eins og gítarinn, nótur, bækur og föndur í jólakortin og ég tala nú ekki um eitthvað gott að borða. Þessar ferðir hafa verið frábærar fyrir sálina, hugann og ég tala nú ekki um samveru fjölskyldunnar. Nú erum við færri í ferðum oft á tíðum bara við tvö við Maggi. Nú erum við að komast upp á lagið með að fara í vorferðir líka. Um síðustu helgi, sem var löng þar sem 1. maí var á föstudegi, fórum við á Flúðir. Við vorum orðin mjög þurfandi fyrir að komast úr stressi og krepputali og njóta þess að slaka á, hvíla okkur og njóta kyrrðarinnar. Kalli var á Akureyri að keppa til úrslita í Íslandsmótinu (þeir unnu gott fólk, klárir strákar) og fórum við af stað strax eftir vinnu á fimmtudegi. Þó svo að aðaláherslan væri lögð á hvíld þá tókum við með okkur verkefni til að vinna. Maggi tók með sér lærdóminn og ég ritgerðirnar sem ég er búin að vera að ýta á undan mér í of langan tíma (og tókst að klára yfirferðina) og auðvitað voru prjónarnir með.
Á föstudeginum komu svo Kalli og Sara í heimsókn til okkar og voru til laugardags.
Á föstudeginum komu svo Kalli og Sara í heimsókn til okkar og voru til laugardags.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEj9caUnylQGqmHRic2IkzfJBy7KCPmUVVQcAwwIBBsphwewMpWdo06wy3sEM710ExdVLOygc6qRwXaqwRtZ1FDaf8A7Li6nsIzKErGY5AHiKlyt0iYzwt6Dk7YlZ-v3HpWiZPHuml5jLQ/s320/IMG_8066.jpg)
Sara notaði tímann til að lesa undir íslenskupróf sem hún fór síðan í á mánudaginn.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEicmcJ8BiqMvX-ApQxFM6IAyONEAk6-FlRhzsOCKvGivY3GIJi8kuOkYbejdDKRp4g56zLi_bI_1vaPzfSmIBwI5R4svpjCMmS-oTnpc5Zqchif1a_XK_-ArWD_R1pnYdU9GipC8_XpYg/s320/IMG_8067.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjrmvR3XhrViE0-qNVqWcj7kDRY2F0B6m54_FAzQJpjhC_D8MOdlUveoTBTulyS_WktXxPa-HCxgusm3wnwkfjOUvL8tfOmBtJi5v64EaYy3zhSUEWp4lrRUVuMzIji8kbBeyLcjj-uUg/s320/IMG_8069.jpg)
Við komum við í Melbænum í afmæli hjá Árna Hlyni á leiðinni heim. Alltaf notalegt að koma þangað og afmælisbarnið alsælt.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiCxekg_0IqYRkW3Qk-_KAVG9HMeenpP74EhOmySG0Gi-bjz78nudFM4PuaKtUt75i68hV5tQRt-XzX3nYN5STAb_lQAQAo0quuzehjRsbHJOspHH19hgVHwAPIXZ_Z5jlN_sNfEPFjNA/s320/IMG_2832.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgyAjyG9N4yCYStCvBg3H74na3Gfc5zcavRRObVinN2c_kot4UDX_UfTEZboq0ORVQimnI_z1fUHC74sljMOENbel1cy3e1aLIbCpbAA1d3y5L87Z8WDfGjmmWzwv22k2aYVXGueb_kkg/s320/IMG_2841.jpg)
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/https/blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEiTBaZkUki0Y4lFsGyFBvlZ5BdMbJoo8DO2VoAL_Egn6MJPaw_WlhKo1wvbgCpb9vIaHYY3i7pFO6BukZtjQTr_hcOplULhMIzi2-ZE8UzmUivzuV7VLp3rNzVIDmh5cVeEEg5w0RtAfQ/s320/IMG_2835.jpg)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)