Örvamælir
„Dwfn rhyf, berwyd bryd brad“
» mánudagur, 7. júní

7 Fjellsturen

Í gær gekk ég rúmlega 30 km. yfir sjö fjöll á rúmlega 11 klst. (08.15 til 19.25). Í dag er ég þreyttur.

Viðbót: Fyrir gönguna hafði ég litlar upplýsingar um leiðina og um morgunin þegar ég sá hversu veðrir var leiðinlegt þá hvarflaði að mér að fara einungis í 4-fjalla gönguna (þá eru aðeins gengið á fjögur seinustu fjöllin). Gönguskórnir og almennilegur hlíflarfatnaður urðu eftir á Íslandi og því var ég klæddur íþróttagalla og strigaskóm. Hefði ég ætlað að fara í 4-fjalla gönguna þá hefði ég þurft að bíða til kl. 9. Upp úr hálf átta labbaði ég inn í bæinn og keypti miða í gönguna hjá Bergen-Turlag. Á leiðinni mætti ég nokkrum rútum af göngufólki á leið að startlínunni öllu vel búnu en áður en ég fór sjálfur upp í rútuna sem færi með mig rásmarkinu þá sá ég einn annan gaur í strigaskóm svo mér leið aðeins betur með það að vera svona illa búinn. :)


Rásmarkið

Þrjú fyrstu fjöllin (Lyderhorn, Damsgårdsfjellet og Løvstakken) liggja fyrir sunnan Björgvin. Að ganga á þau var strembið - brattar og grýttar hlíðar. Á toppunum var rok og suddi enda naut ekki lengur skjóls af skógi. Um nóttina hafði ringt auk þess sem maímánuður hafði verið óvenju vætusamur. Jarðvegurinn var því vel blautur og höfðu þessir nokkuð hundruð sem byrjað höfðu gönguna á undan mér náð að breyta gögnuleiðinni í drullusvað.


Toppurinn á Lyderhorn (396 m.)

Á leiðinni að rótum Ulriken var komið við í Bergen Yrkeskole þar sem okkur hafði verið lofað djús og súpu. Djúsinn reyndist vel útþynntur og súpan var ávaxtagrautur - bæði var borið fram í litlum plastmálum. Samt var hvort tveggja vel þegið.

Hlíðar Ulriken voru meira aflíðandi en þó þurfti maður nánast að klifra á köflum þegar nálgast tók toppinn.


Toppurinn á fjórða fjallinu: Ulriken (640 m.)

Á toppu Ulriken er kaffistofa sem skaust inn í og keypti mér að drekka og súkkulaði. Einnig keypti ég eina vöfflu á 250 kr. - til að fá peninga minna virði smurði ég þykkt lag af sultu og rjóma á vöffluna. Mér til undrunar reyndist rjóminn súr þegar ég beit svo í vöffluna. Þar með uppgötvaði ég að norðmenn vilja sýrðan rjóma á vöfflurnar sínar. Reyndar verð ég að segja að þetta bragðaðist mjög vel.

Leiðin niður af Ulriken var snarbrött. Eins og fyrr var farið niður lækjarfavegi. Á einum stað lá leiðin yfir stíg sem merktur var sem hjólastígur! Þar var svo bratt að ómögulegt hefði verið að hjóla þar upp, hjólið hefði sporðreists. Grunar mig þessa brjáluðu norðmenn um að fara upp með kláfunum með hjólin sín og renna sér svo niður.

Þrjú seinustu fjöllin voru auðveld yfirferðar. Manni var ljóst að meiri hlutinn var búinn og allt erfiði. Þarna eru einnig margar vinsælar gögnuleiðir og gengum við því mestmegnis á ágætis stígum. Lítið var um grýttan jarðveg og klifur - þó aðeins á niðurleiðinni. Seinasta fjallið, Sandvikfjellet, er eiginlega "hálfgert svindl" því ekki er gengið upp það heldur niður af Rundemanen á topp þess.

Fært kl. 10.57 af Örvari | Vísun | Ummæli (1)

Bobb í bátinn hjá Hjaltlands-Helga »

» Spor

Færslur og síður sem hafa vakið athygli mína.

© 2002-2004 Örvar Kárason | Um blogggið | Atom, RDF, RSS eða WML | hýst hjá Blogg.is | 16247 flett.
Júní 2004
sun mán þri mið fim fös lau
  0102030405
06070809101112
13141516171819
20212223242526
27282930   
Flokkar
Forsíða [rss]
Tölvun [rss]
Málvísindi [rss]
Kvart [rss]
Prívat [rss]
Tenglar
Blogg.is
Annáll.is
CiteSeer
Scirus
The LINGUIST list
DoIS
Blogg
IULIFILIA
Bounty
Fishbowl
URLið
Reykvísk sápuópera
Uncle Jazzbeau’s Gallimaufrey
James Tauber
Language Log
Language Hat
Yfirlit
júní 2004
apríl 2004
mars 2004
febrúar 2004
janúar 2004
2003
2002