2000
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 2000 (MM) var í gregoríanska tímatalinu hlaupár sem byrjaði á laugardegi.
[breyta] Á Íslandi
- 29. janúar - Vísindavefurinn var formlega opnaður af forseta Íslands.
- 26. febrúar - Eldgos hófst í Heklu. Það stóð í ellefu daga.
- 5. - 6. maí - Stofnfundur Samfylkingarinnar var haldinn.
- 17. júní og 21. júní - Suðurlandsskjálftar skóku Suðurlandsundirlendið.
- 30. júní - Edda - miðlun og útgáfa var stofnuð með samruna Máls og menningar og Vöku-Helgafells.
- 1. júlí - Kristnihátíðin var sett á Þingvöllum. Fjöldi gesta á hátíðinni reyndist mun minni en búist hafði verið við.
- 2. júlí - Alþingi samþykkti stofnun Kristnihátíðarsjóðs á hátíðarfundi á Þingvöllum.
- 11. október - Reykjavíkurborg seldi húsið Esjuberg við Þingholtsstræti til hugbúnaðarfyrirtækisins OZ fyrir 70 milljónir. Þar stóð til að stofna frumkvöðlasetur en húsið hýsti áður Borgarbókasafn Reykjavíkur. Tveimur árum síðar seldi OZ svo húsið til norska myndlistarmannsins Odd Nerdrum fyrir 100 milljónir.
Fædd
Dáin
- 21. mars - Magnús Ingimarsson, tónlistarmaður (f. 1933).
- 5. apríl- Halldór Halldórsson, málfræðingur og prófessor (f. 1911).
- 16. apríl - Nína Björk Árnadóttir, skáld og rithöfundur (f. 1941).
- 3. september - Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur (f. 1926).
[breyta] Erlendis
- 10. janúar - America Online keypti Time Warner fyrir 162 milljarða bandaríkjadala. Þetta var stærsti fyrirtækjasamruni sögunnar á þeim tíma.
- 20. mars - Jamil Abdullah Al-Amin, fyrrum meðlimur Svörtu hlébarðanna, var handtekinn eftir skotbardaga sem leiddi til dauða eins lögreglumanns.
- 26. mars - Vladímír Pútín var kosinn forseti Rússlands.
- 5. apríl - Mori Yoshiro tók við sem forsætisráðherra Japans.
- 7. apríl - Gervitunglinu Mars Odyssey var skotið af stað.
- 22. apríl - Alríkislögreglumenn tóku Elian Gonzalez frá ættingjum í Miami, Flórída.
- 13. maí - Olsen-bræður unnu Eurovision.
- 25. júlí - Hljóðfrá Concorde-þota fórst í flugtaki í París. 114 fórust í slysinu og stuttu síðar var hætt að nota slíkar vélar.
Fædd
Dáin
- 19. janúar - Bettino Craxi, ítalskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1934).
- 7. maí - Douglas Fairbanks jr., bandarískur leikari (f. 1909).
- 21. maí - Barbara Cartland, enskur rithöfundur (f. 1901)
- 21. maí - Sir John Gielgud, enskur leikari (f. 1904).
- 5. ágúst - Alec Guinness, breskur leikari (f. 1914).
- 25. ágúst - Carl Barks, bandarískur teiknari (f. 1901).
- 28. september - Pierre Trudeau, kanadískur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1919).
- 7. nóvember - Ingiríður Danadrottning, kona Friðriks 9. (f. 1910).