1971
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
[breyta] Janúar
- 11. janúar - Hugtakið Silicon Valley var fyrst notað af blaðamanninum Don Hoefler.
- 25. janúar - Idi Amin steypti Milton Obote af stóli og varð forseti Úganda.
- 30. janúar - Frost mældist 19,7° í Reykjavík sem var það kaldasta síðan 1918.
- 31. janúar - Mannaða geimfarið Apollo 14 lagði upp í ferð til tunglsins.
[breyta] Febrúar
- 5. febrúar - Apollo 14 lenti á tunglinu.
- 7. febrúar - Konur fengu kosningarétt í Sviss.
- 13. febrúar - Víetnamstríðið: Suður-Víetnamar réðust inn í Laos með hjálp Bandaríkjamanna.
[breyta] Mars
- 4. mars - Íslendingar keyptu uppstoppaðan geirfugl á uppboði í London. Safnað hafði verið fyrir fuglinum um allt land fyrir uppboðið.
- 5. mars - Alþýðubankinn hóf starfsemi sína. Hann varð síðar hluti af Íslandsbanka.
- 11. mars - Lög voru sett um happdrættislán ríkissjóðs til fjáröflunar fyrir vega- og brúargerð um Skeiðarársand. Þremur árum síðar var vegurinn opnaður.
- 18. mars - Hæstiréttur Danmerkur kvað upp úrskurð, sem gerði dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum handritin, sem geymd höfðu verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
- 19. mars - Tollstöðvarhúsið í Reykjavík tekið í notkun.
- 26. mars - Austur-Pakistan lýsti yfir sjálfstæði frá Pakistan og Bangladess var stofnað.
- 29. mars - Kviðdómur í Los Angeles mæltist til þess að Charles Manson yrði dæmdur til dauða fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate, sem gift var Roman Polański leikstjóra.
[breyta] Apríl
- 5. apríl - Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Glaumbæ.
- 18. apríl - Magnús Torfi Ólafsson bar sigur úr býtum í spurningakeppni útvarpsins, Veistu svarið? Þremur mánuðum síðar var hann orðinn menntamálaráðherra.
- 21. apríl - Fyrstu handritin komu heim frá Danmörku og voru það Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða.
[breyta] Maí
- 22. maí - Fyrstu orlofshús opinberra starfsmanna voru tekin í notkun í Munaðarnesi í Borgarfirði.
- 28. maí - Saltvíkurhátíðin hófst, en þar komu saman um tíu þúsund unglingar og skemmtu sér um hvítasunnuna. Hátíðin var kennd við Saltvík á Kjalarnesi.
- 29. maí - Afhjúpaður var minnisvarði um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, konu hans og dótturson á Þingvöllum, en þau fórust þar í eldsvoða árið áður.
[breyta] Júní
- 13. júní - Alþingiskosningar voru haldnar: Viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks féll eftir tólf ára samfellda setu. Framboðsflokkurinn (O-listinn) bauð fram í þremur kjördæmum.
[breyta] Júlí
- 4. júlí - Safnahúsið í Borgarnesi var tekið í notkun, en þar er meðal annars að finna merkilegt bókasafn og listaverkasafn.
- 11. júlí - Beint útvarp úr Matthildi undir stjórn Davíðs Oddssonar, Hrafns Gunnlaugssonar og Þórarins Eldjárns hóf göngu sína og náði fljótt miklum vinsældum.
[breyta] Ágúst
- 15. ágúst - Minnisvarði var afhjúpaður um Stefán Ólafsson skáld (1619 - 1688) í Vallanesi í Suður-Múlasýslu, þar sem hann þjónaði sem prestur.
- 15. ágúst - Barein varð sjálfstætt ríki.
- 15. ágúst - Richard Nixon batt endi á gullfót Bandaríkjadals.
- 28. ágúst - Hróarskelduhátíðin var sett í fyrsta skipti.
- 29. ágúst - Eldur kom upp í kirkjunni á Breiðabólstað á Skógarströnd vegna gastækja og brann hún algjörlega. Á sama tíma kviknaði í bíl sóknarprestsins.
[breyta] September
- 1. september - Hundahald var bannað í Reykjavík. Bannið stóð til ársins 1984.
- 3. september - Katar varð sjálfstætt ríki.
[breyta] Október
- 9. október - TF EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar brotlenti á Rjúpnafelli. Flugmaður og farþegi sluppu án meiðsla og höfðu gengið 40 kílómetra frá slysstaðnum er þeir fundust.
- 27. október - Nafni landsins Austur-Kongó var formlega breytt í Saír undir stjórn Mobutu Sese Seko.
[breyta] Nóvember
- 28. nóvember - Palestínsku hryðjuverkasamtökin Svarti september taka forsætisráðherra Jórdaníu, Wasfi Tel, af lífi.
- 28. nóvember - Bústaðakirkja var vígð.
[breyta] Desember
- 2. desember - Sex arabísk furstadæmi gerðu með sér bandalag og mynduðu Sameinuðu arabísku furstadæmin.
- 4. desember - Veitingahúsið Glaumbær, sem var einn vinsælasti skemmtistaður í Reykjavík í áratug, gjöreyðilagðist í eldsvoða. Húsið var síðar gert upp og er þar nú Listasafn Íslands.
- 8. desember - Undirritað var samkomulag um stjórnmálasamband á milli Íslands og Kína. Ári síðar opnuðu Kínverjar sendiráð í Reykjavík.
- 16. desember - Bangladess fékk sjálfstæði frá Pakistan eftir blóðuga sjálfstæðisbaráttu.
- 20. desember - Samtökin Læknar án landamæra voru stofnuð af tveimur samtökum franskra lækna sem höfðu unnið í Austur-Pakistan og Bíafra.
[breyta] Incertae sedis
- Fyrsti græningjaflokkur heims stofnaður, Sameinaði Tasmaníuhópurinn í Tasmaníu til að berjast gegn virkjunarframkvæmdum.
- Gutenberg-verkefnið var stofnað af Michael Hart.
- Norræna ráðherranefndin var stofnuð.
- Fríríkið Kristjanía var stofnað af hippum og hústökufólki í Kaupmannahöfn.
- Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey stofnað.
[breyta] Fædd
- 7. janúar - DJ Ötzi, austurrískur söngvari.
- 14. janúar - Lasse Kjus, norskur skíðamaður.
- 17. janúar - Kid Rock, bandarískur söngvari.
- 18. janúar - Jonathan Davis, bandarískur tónlistarmaður (KoЯn).
- 26. febrúar - Erykah Badu, bandarísk söngkona.
- 19. mars - Haraldur Ringsted, íslenskur tónlistarmaður.
- 31. mars - Ewan McGregor, leikari.
- 1. apríl - Method Man, tónlistarmaður.
- 8. maí - Kristján Finnbogason, íslenskur markvörður.
- 4. júní - Noah Wyle, bandarískur leikari.
- 5. júní - Mark Wahlberg, bandarískur söngvari og leikari.
- 10. júní - Bruno N'Gotty, franskur knattspyrnumaður.
- 16. júní - Tupac Amaru Shakur, rappari, leikari og skáld.
- 13. júlí - Bjarni Arason, söngvari og útvarpsmaður.
- 18. ágúst - Aphex Twin, breskur tónlistarmaður.
- 3. september - Kiran Desai, indverskur rithöfundur.
- 11. september - Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, íslenskur bókmenntafræðingur.
- 18. september - Lance Armstrong, bandarískur atvinnugötuhjólari.
- 3. október - Kevin Richardson, Bandarískur söngvari (Backstreet Boys)
- 24. desember - Ricky Martin, söngvari frá Púertó Ríkó.
- 26. desember - Jared Leto, bandarískur leikari.
[breyta] Dáin
- 6. apríl - Ígor Stravinskíj, tónskáld (f. 1882).
- 5. maí - W.D. Ross, skoskur heimspekingur (f. 1877).
- 20. ágúst - Kristín Ólafsdóttir, íslenskur læknir (f. 1889).
- 11. september - Nikita Krútsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1894).
- 21. desember - Ásta Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1930).