2006
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 2006 (MMVI) var í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjaði á sunnudegi.
Efnisyfirlit |
[breyta] Atburðir
[breyta] Janúar
- 4. janúar: Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels var lagður inn á sjúkrahús með alvarlegar heilablæðingar. Ehud Olmert varaforsætisráðherra tók við völdum tímabundið.
- 22. janúar: Aníbal António Cavaco Silva var kjörinn forsætisráðherra í Portúgal með 50,6% atkvæða.
- 30. janúar - Snjór féll í Lissabon í fyrsta skipti í 52 ár.
- 30. janúar - Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn var tilnefnd til Óskarsverðlauna.
[breyta] Febrúar
- 7. febrúar - Egypsk farþegaferja með um 1400 manns innanborðs sökk á Rauðahafi, undan ströndum Sádí-Arabíu.
- 10. febrúar - Vetrarólympíuleikarnir voru settir í Turin á Ítalíu.
- 17. febrúar - Allt að 1800 manns fórust í aurskriðu á eynni Leyte í Filippseyjum.
- 22. febrúar - Milljarðasta lagið var selt á Apple iTunes.
[breyta] Mars
- 11. mars - Slobodan Milošević, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fannst látinn í fangaklefa sínum hjá stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi.
- 26. mars - Skotar bönnuðu reykingar á öllum opinberum stöðum.
- 28. mars - Kadima vann sigur í kosningum í Ísrael, en hlaut þó færri ætkvæði en útgönguspár gerðu ráð fyrir.
[breyta] Apríl
[breyta] Maí
- 20. maí - Finnland sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrsta sinn með laginu "Hard Rock Hallelujah" í flutningi þungarokkshljómsveitarinnar Lordi.
- 27. maí - Jarðskjálfti af stærðargráðunni 6,3 á Richter varð á eyjunni Jövu í Indónesíu. Yfir 6000 manns létust, 36 þúsund slösuðust og um 1,5 milljón manns missti heimili sín.
[breyta] Júní
- 3. júní - Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram 21. maí. Tveimur dögum síðar var Serbíu og Svartfjallalandi skipt niður í tvö aðskilin lönd.
- 7. júní - Abu Musab al-Zarqawi, einn helsti leiðtogi Al-Qaeda í Írak, lét lífið í loftárás Bandaríkjamanna í Baqouba í Írak.
- 29. júní - Konur fengu í fyrsta sinn atkvæðisrétt í kosningum í Kúveit.
[breyta] Júlí
- 9. júlí - Ítalía vann heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu og þar með sinn fjórða heimsmeistaratitil.
- 11. júlí - Hryðjuverk voru framin í neðanjarðarlestum í Mumbai á Indlandi. 209 manns létust og yfir 700 slösuðust í sjö sprengingum á háannatíma dags.
- 12. júlí - Ísraelskar hersveitir réðust inn í Líbanon í kjölfar þess að Hezbollah tók tvo ísraelska hermenn til fanga.
[breyta] Ágúst
- 22. ágúst - Farþegaflugvél Pulkovo Airlines hrapaði í Úkraínu. 171 lét lífið, þar af 45 börn.
- 23. ágúst - Austurríska stúlkan Natascha Kampusch slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára innilokun í kjallara hans. Mannræninginn, Wolfgang Priklopil, framdi sjálfsmorð.
- 24. ágúst - Skilgreiningu á plánetu var breytt þannig að Plútó telst ekki lengur vera pláneta heldur dvergpláneta.
[breyta] September
- 10. september - Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, tilkynnti að hann mundi hætta keppni í Formúlu 1 í lok ársins.
[breyta] Október
- 9. október - Norður-Kórea tilkynnti að landið hefði gert sína fyrstu kjarnorkutilraun.
- 10. október - Google festi kaup á YouTube.
- 13. október - Suður-Kóreumaðurinn Ban Ki-moon var kosinn aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
- 18. október - Microsoft gaf út Windows Internet Explorer 7.
[breyta] Nóvember
- 5. nóvember - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, og tveir af helstu samstarfsmönnum hans voru dæmdir til dauða fyrir glæpi gegn mannkyni.
[breyta] Desember
- 1. desember - Að minnsta kosti 388 manns létu lífið þegar fellibylurinn Durian gekk yfir Filippseyjar.
- 30. desember - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks var tekinn af lífi með hengingu í Bagdad.
[breyta] Fædd
[breyta] Dáin
- 24. janúar - Chris Penn, bandarískur leikari.
- 27. janúar - Johannes Rau, þýskur stjórnmálamaður og 8. forseti Þýskalands (f. 1931).
- 29. janúar - Paik Nam-june, Suður-Kóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (f. 1932).
- 30. janúar - Coretta Scott King, ekkja blökkumannaleiðtogans Martins Luthers Kings.
- 30. janúar - Wendy Wasserstein, bandarískt leikskáld.
- 11. mars - Slobodan Milošević, fyrrum forseti Júgóslavíu.
- 5. apríl - Gene Pitney, bandarískur dægurlagasöngvari.
- 14. júní - Jean Roba, belgískur teiknimyndasagnahöfundur.
- 4. september - Steve Irwin, ástralskur dýraverndarsinni og sjónvarpsþáttastjórnandi (f. 1962)
- 10. desember - Augusto Pinochet, einræðisherra í Chile (f. 1915)
- 25. desember - James Brown, bandariskur songvari (f. 1933)
- 26. desember - Gerald Ford, 38. forseti Bandarikjunum (f. 1913)
- 30. desember - Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks er tekinn af lífi í Bagdad.(f. 1937)