1975
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
[breyta] Á Íslandi
Helstu atburðir
- 13. janúar - Guðmundur Sigurjónsson náði stórmeistaratitli í skák, annar Íslendinga.
- 25. febrúar - Ragnhildur Helgadóttir var fyrst kvenna kosin forseti Norðurlandaráðs á þingi þess sem haldið var í Reykjavík.
- 27. febrúar - Hornstrandir norðan og vestan Skorarheiðar í Norður-Ísafjarðarsýslu voru friðlýstar.
- 7. mars - Mannbjörg varð er flutningaskipið Hvassafell strandaði á Skjálfanda.
- 25. mars - Vatnsfjörður í Barðastrandarsýslu var friðlýstur, um 100 km² lands.
- 11. júní - Ný löggjöf um fóstureyðingar tók gildi og urðu þá fóstureyðingar löglegar við sérstakar aðstæður.
- 8. september - Jónas Kristjánsson, fyrrum ritstjóri Vísis, og fleiri starfsmenn þaðan stofnuðu Dagblaðið.
- 4. október - Fyrsti fjölbrautaskóli Íslands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, hóf starfsemi.
- 15. október - Lög um útfærslu íslensku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur tók gildi og þorskastríð hófst við Breta.
- 24. október - Íslenskar konur leggja niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna.
- 20. desember - Kröflueldar hófust með hraungosi á sprungu við Leirhnjúk. Gosið stóð með hléum til 18. september 1984.
- Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var stofnuð.
- Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð.
- Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu hóf trúboð á Íslandi eftir langt hlé.
Fædd
- 18. febrúar - Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona.
- 12. mars - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stjórnmálamaður og formaður Framsóknarflokksins.
- 23. apríl - Jón Þór Birgisson, söngvari í hljómsveitinni Sigur Rós.
- 7. maí - Árni Gautur Arason, knattspyrnumaður.
- 10. júlí - Stefán Karl Stefánsson, íslenskur leikari.
- 15. ágúst - Steinar Bragi, rithöfundur og ljóðskáld.
- 2. nóvember - Ófeigur Sigurðsson, rithöfundur og ljóðskáld.
- 30. desember - Haukur Gröndal, klarínett- og saxófónleikari.
Dáin
- 8. apríl - Brynjólfur Jóhannesson, leikari (f. 1897).
- 17. maí - Gerður Helgadóttir, myndhöggvari.
- 9. júlí - Eðvarð Sigurðsson, verkalýðsforingi og alþingismaður (f. 1910).
- 22. ágúst - Guðrún frá Lundi, rithöfundur (f. 1887).
- 21. nóvember - Gunnar Gunnarsson, skáld.
[breyta] Erlendis
- 4. apríl - Bill Gates og Paul Allen stofnuðu fyrirtækið Microsoft.
- 25. júní - Mósambík lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis.
- 5. júlí - Grænhöfðaeyjar fengu sjálfstæði frá Portúgal.
- 11. nóvember - Angóla fékk sjálfstæði frá Portúgal.
- Jóhann Karl 1. varð konungur Spánar eftir lát Franciscos Franco.
- Hljómsveitin Sex Pistols var stofnuð í London.
Fædd
- 15. mars - Eva Longoria Parker, bandarísk leikkona.
- 2. maí - David Beckham, enskur knattspyrnumaður.
- 4. júní - Angelina Jolie, bandarísk leikkona.
- 7. ágúst - Charlize Theron, suðurafrísk leikkona.
- 30. desember - Tiger Woods, bandarískur atvinnumaður í golfi.
Dáin
- 5. apríl - Chiang Kai-shek, leiðtogi Kuomintang og forseti Taívan.
- 9. ágúst - Dímítríj Sjostakovítsj, rússneskt tónskáld (f. 1906).
- 27. ágúst - Haile Selassie, keisari Eþíópíu (f. 1892).
- 20. nóvember - Francisco Franco, spænskur einræðisherra (f. 1892).
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Aage Niels Bohr, Ben Roy Mottelson, Leo James Rainwater
- Efnafræði - John Warcup Cornforth, Vladimir Prelog
- Læknisfræði - David Baltimore, Renato Dulbecco, Howard Martin Temin
- Bókmenntir - Eugenio Montale
- Friðarverðlaun - Andrei Dmitrievich Sakharov
- Hagfræði - Leonid Kantorovich, Tjalling Koopmans