1914
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
[breyta] Á Íslandi
- Sigurður Eggerz tók við embætti Íslandsráðherra.
- Knud Zimsen kjörinn borgarstjóri Reykjavíkur.
- Eimskipafélag Íslands stofnað.
- Verkakvennafélagið Framsókn stofnað í Reykjavík.
- Skíðafélag Reykjavíkur stofnað.
- Dýraverndunarfélag Íslands stofnað.
- Fyrstu röntgentækin komu til Íslands.
- Benedikt G. Waage þreytti Viðeyjarsund á 1 klst og 56 mín.
Fædd
- 31. desember - Gils Guðmundsson, íslenskur rithöfundur og stjórnmálamaður (d. 2005)
Dáin
[breyta] Erlendis
- 28. júní - Franz Ferdinand erkihertogi, ríkisarfi Austurríkis-Ungverjalands og kona hans Sophie vegin af serbneska þjóðernissinnanum Gavrilo Princip.
- 28. júlí - Í kjölfar morðsins á Franz Ferdinand lýsti Austurríki-Ungverjaland stríði á hendur Serbíu. Upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar.
- 1. ágúst - Stríðsyfirlýsing Þýskalands á hendur Rússlandi. Herútboð í Þýskalandi og Frakklandi.
- 2. ágúst - Þjóðverjar hernámu Lúxemborg.
- 2. ágúst - Tyrkjaveldi skuldbatt sig til hlutleysis í leynisamningi við Þjóðverja.
- 3. ágúst - Þjóðverjar lýstu stríði á hendur Frökkum.
- 4. ágúst - Þýskur her réðst inn í Belgíu. Í kjölfar þess lýsti Bretland stríði á hendur Þýskalandi. Bandaríkin lýstu yfir hlutleysi.
- 15. ágúst - Panamaskurðurinn opnaður fyrir skipaumferð.
- 20. ágúst - Þjóðverjar náðu Brussel á sitt vald.
- 23. ágúst - Japan lýsti stríði á hendur Þýskalandi.
- 5.-9. september - Orrusta við Marne. Herir Breta og Frakka stöðvuðu sókn Þjóðverja til Parísar. Um 2 milljónir hermanna tóku þátt í orrustunni, um 100 þúsund falla.
- 9. október - Umsátri Þjóðverja um Antwerpen lauk með uppgjöf borgarinnar.
- 29. október - Tyrkneski flotinn réðst á rússneskar hafnir við Svartahaf. Í kjölfar þess lýstu Rússar, Frakkar og Bretar stríði á hendur Tyrkjaveldi.
- 5. nóvember - Bretar tóku Kýpur af Tyrkjum.
Fædd
Dáin
- 10. október - Karl I., konungur Rúmeníu.
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Max von Laue
- Efnafræði - Theodore William Richards
- Læknisfræði - Robert Bárány
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið