1932
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ár |
Áratugir |
Aldir |
[breyta] Á Íslandi
- 2. janúar-26. mars - Vegna kreppunnar bjóða söfnuðirnir í Reykjavík upp á ókeypis máltíðir í Franska spítalanum. Einnig fá fátæk heimili mjólkursendingar. Starfinu er haldið áfram frá 8. október og fram í febrúar næsta árs.
- Eimskipafélag Reykjavíkur sett á fót.
- 21. janúar - Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stofnaður.
- Í júní - Styttan af Leifi heppna kemur til landsins og sett upp á Skólavörðuholti.
- 9. nóvember - Gúttóslagurinn í Reykjavík. Áheyrendur hleypa upp bæjarstjórnarfundi í Góðtemplarahúsinu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar að lækka laun í atvinnubótavinnu.
Fædd
- 16. október - Guðbergur Bergsson, rithöfundur.
Dáin
[breyta] Erlendis
Fædd
- 18. mars - John Updike, rithöfundur (d. 2009)
- 20. júlí - Paik Nam-june, Suður-Kóreskur listamaður, oft talinn upphafsmaður svokallaðrar myndbandslistar (d. 2006).
- 31. júlí - John Searle, bandarískur heimspekingur.
- 27. október - Sylvia Plath, bandarískt ljóðskáld, rithöfundur og smásagnahöfundur (d. 1963).
Dáin
[breyta] Nóbelsverðlaunin
- Eðlisfræði - Werner Karl Heisenberg
- Efnafræði - Irving Langmuir
- Læknisfræði - Sir Charles Scott Sherrington, Edgar Douglas Adrian
- Bókmenntir - John Galsworthy
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið