1940
Jump to navigation
Jump to search
Ár |
Áratugir |
Aldir |
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/http/web.archive.org/web/20220318064110im_/https:/=2fupload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/d1/Thingvellir_thjodargrafreitur.jpg/220px-Thingvellir_thjodargrafreitur.jpg)
Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum var vígður þetta ár.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/http/web.archive.org/web/20220318064110im_/https:/=2fupload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/d/d5/Eldey_3.jpg/220px-Eldey_3.jpg)
Eldey var friðuð.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/http/web.archive.org/web/20220318064110im_/https:/=2fupload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/5/57/Wc0107-04780r.jpg/220px-Wc0107-04780r.jpg)
Winston Churchill með hjálm, búinn undir loftárás.
Hestur í Lascaux-hellunum.
![](http://library.vu.edu.pk/cgi-bin/nph-proxy.cgi/000100A/http/web.archive.org/web/20220318064110im_/https:/=2fupload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/e/ee/HM_The_Queen_of_Denmark.jpg/220px-HM_The_Queen_of_Denmark.jpg)
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Árið 1940 (MCMXL í rómverskum tölum)
Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]
- 27. janúar - Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum var vígður við útför Einars Benediktssonar. Hann er enn sá eini sem fullvíst er að sé grafinn þar.
- 10. apríl - Alþingi fól ríkisstjórninni konungsvald eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Danmörku.
- 10. maí - Bretar hernámu Ísland.
- 17. júní - Aðalbygging Háskóla Íslands við Suðurgötu í Reykjavík var vígð.
- 16. september - Tvö íslensk skip, Arinbjörn hersir og Snorri goði, björguðu um 400 manns af franska flutningaskipinu Asca, en það sökk á Írlandshafi eftir árás þýskrar flugvélar.
- 15. október - Strandferðaskipið Esja kom heim úr Petsamoförinni með 258 Íslendinga sem sóttir höfðu verið til Petsamo í Norður-Finnlandi en þeir höfðu orðið innlyksa í Danmörku við hernám Þjóðverja.
- 25. desember - Ungmennafélagið Leiknir stofnað á Fáskrúðsfirði.
- Akureyrarkirkja var vígð.
- Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson kom út.
- Lokabindi Heimsljóss eftir Halldór Laxness kom út.
- Eldey var friðuð.
Fædd
- 5. febrúar - Jónas Kristjánsson, íslenskur blaðamaður og ritstjóri (d. 2018)
- 11. febrúar - Kári Jónasson, blaðamaður og ritstjóri.
- 20. mars - Valgarður Egilsson, íslenskur læknir og skáld (d. 2018)
- 22. ágúst - Jón Kr. Ólafsson, söngvari á Bíldudal.
- 31. ágúst - Jóhannes Jónsson, athafnamaður, kenndur við Bónus. (d. 2013)
- 16. september - Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður.
- 31. október - Pétur Einarsson, leikari.
- 31. október - Róska, listakona (d. 1996).
- 11. desember - Fríða Á. Sigurðardóttir, rithöfundur (d. 2010).
Dáin
- 21. janúar - Einar Benediktsson, skáld (f. 1864).
- 16. mars - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri og kvenréttindafrömuður (f. 1856).
- 26. nóvember - Pétur Halldórsson, borgarstjóri Reykjavíkur (f. 1887).
Erlendis[breyta | breyta frumkóða]
- 5. mars - Katyn-fjöldamorðin voru framin í Katyn-skógi, skammt frá Smolensk.
- 12. mars - Finnska vetrarstríðinu lauk.
- 9. apríl - Þjóðverjar hernámu Danmörku og gerðu innrás í Noreg. Vidkun Quisling lýsti því yfir að ríkisstjórn Noregs hefði flúið og hann tæki sjálfur við sem forsætisráðherra.
- 12. apríl - Bretar hernámu Færeyjar.
- 10. maí - Þjóðverjar réðust inn í Holland, Belgíu og Frakkland.
- 13. maí - Winston Churchill hélt ræðu í breska þinginu og sagði þar: „Ég hef ekkert að bjóða ykkur nema blóð, svita og tár.“
- 15. maí - Hollendingar gáfust upp.
- 15. maí - Fyrsti McDonald's-veitingastaðurinn var opnaður í San Bernardino í Kaliforníu.
- 17. maí - Brussel féll í hendur Þjóðverja.
- 26. maí – 4. júní - Orrustan um Dunkerque milli Þjóðverja annars vegar og Breta og Frakka hins vegar.
- 28. maí - Belgar gáfust upp.
- 7. júní - Hákon 7. Noregskonungur, Ólafur krónprins og norska ríkisstjórnin fóru frá Tromsø og dvöldust í útlegð í London til stríðsloka.
- 10. júní - Ítalir sögðu Frökkum og Bretum stríð á hendur.
- 10. júní - Norðmenn gáfust upp.
- 17. júní - Sovéski herinn réðist inn í Eistland, Lettland og Litháen.
- 21. júní - Frakkar gáfust upp fyrir Þjóðverjum.
- 10. júlí - Orrustan um Bretland hófst.
- 3. ágúst - Eistland, Lettland og Litháen innlimuð í Sovétríkin.
- 7. september - Þýskar sprengjuflugvélar fóru að láta sprengjum rigna yfir London. Öflugar sprengjuárásir voru gerðar 57 nætur í röð.
- 12. september - Nokkur frönsk ungmenni uppgötvuðu 17.000 ára gömul hellamálverk í Lascaux-hellum.
- 28. október - Ítalir réðust inn í Grikkland en mættu harðri mótspyrnu.
- 14. nóvember - 500 þýskar sprengjuflugvélar réðust á Coventry í Englandi og lögðu borgina í rúst.
Fædd
- 9. febrúar - J.M. Coetzee, suðurafrískur rithöfundur.
- 19. febrúar - Saparmyrat Nyýazow, forseti Túrkmenistan (d. 2006).
- 10. mars - Chuck Norris, bandarískur leikari.
- 26. mars - Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
- 26. mars - James Caan, bandarískur leikari.
- 13. apríl - J.M.G. Le Clézio, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi.
- 16. apríl - Margrét Þórhildur, Danadrottning.
- 25. apríl - Al Pacino, bandarískur leikari.
- 26. apríl - Giorgio Moroder, ítalskt tónskáld.
- 24. maí - Joseph Brodsky, rússneskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1996).
- 2. júní - Konstantín 2. Grikkjakonungur.
- 7. júní - Tom Jones, velskur söngvari.
- 7. júlí - Ringo Starr, breskur trommuleikari og meðlimur Bítlanna.
- 29. júlí - Ole Lund Kirkegaard, danskur rithöfundur (d. 1979).
- 9. október - John Lennon, breskur tónlistarmaður og meðlimur Bítlanna (d. 1980).
- 14. október - Cliff Richard, breskur söngvari.
- 23. október - Pelé, brasilískur knattspyrnumaður.
- 22. nóvember - Terry Gilliam, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og meðlimur Monty Python.
- 1. desember - Richard Pryor, bandarískur gamanleikari og uppistandari.
- 21. desember - Frank Zappa, bandarískur tónlistarmaður (d. 1993).
- 26. desember - Phil Spector, bandarískur upptökustjóri.
Dáin
- 10. mars - Mikhail Bulgakov, rússneskur rithöfundur (f. 1891).
- 16. mars - Selma Lagerlöf, sænskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1858).
- 14. maí - Emma Goldman, litháísk-bandarískur anarkisti (f. 1869).
- 20. maí - Verner von Heidenstam sænskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1859)
- 29. júní - Paul Klee, svissneskur listmálari (f. 1879).
- 21. ágúst - Lev Trotskíj, úkraínskur bolsévíki og byltingarmaður (f. 1879).
- 9. nóvember - Neville Chamberlain, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (f. 1869).
- 21. desember - F. Scott Fitzgerald, bandarískur rithöfundur (f. 1896).
- Italo Balbo, ítalskur flugmaður og fasistaleiðtogi (f. 1896).
Nóbelsverðlaunin[breyta | breyta frumkóða]
- Eðlisfræði - Voru ekki veitt þetta árið.
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið