Heildartala yfir síðuflettingar
fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Vettlingar og sokkar
þriðjudagur, 28. janúar 2025
Býkúpa
þriðjudagur, 31. desember 2024
Chunky Twist eyrnabönd
Fyrir fimm árum prjónaði ég eyrnabönd fyrir okkur stelpurnar í fjölskyldunni, sex stykki. Í haust bað ein ömmustelpan mig um að prjóna aftur hvítt eyrnaband fyrir sig, því trúlega hefur það gamla verið orðið of lítið. Það er hér að ofan. Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Þegar ég svo prjónaði peysurnar á þær í haust átti ég nógan afgang í eyrnabönd í stíl við peysurnar. Heppilegt að það er gert ráð fyrir Drops Air í eyrnaböndin, sama garni og ég var með í peysunum.
miðvikudagur, 18. desember 2024
Strákavesti
Ég fitjaði upp á stærð 5-6 ára, en drengurinn er fimm ára síðan í haust, og hafði síddina nær 6-8 ára stærðinni, því hann er frekar langur.
Garnið er Dale Lille Lerke, blanda af ull og bómull, og prjónastærðin var nr. 4.
fimmtudagur, 12. desember 2024
Dúkkukjólar


sunnudagur, 24. nóvember 2024
Skólapeysur
fimmtudagur, 31. október 2024
🎃 👻 Hrekkjavaka 🕷️ 🕸️ 🎃

Blýantaskrautið er úr filti. Margar í hópnum saumuðu svona til að gefa börnum, sem von var á að bönkuðu upp á, í staðinn fyrir sælgæti. Ég gaf barnabörnunum mínum fjórum það sem ég gerði, fjögur á mann.
Svo stóðst ég ekki þessar sætu vofur. Þær eru bókamerki, en ég setti líka lykkju efst.
mánudagur, 30. september 2024
Dúkkukjólar
miðvikudagur, 18. september 2024
Húfur og ennisbönd
fimmtudagur, 5. september 2024
Vettlingar fyrir veturinn
mánudagur, 26. ágúst 2024
Dúkkuföt
Stuttbuxurnar gerði ég eftir sniði frá Kreativistine. Þær eru síðar á sniðinu en ég hafði þær bara stuttar.
þriðjudagur, 6. ágúst 2024
Meira af dúkkufötum

Svo var ég búin að prjóna þessar peysur, kannski ekki mjög sumarlegar, en það verður að hafa það. Þær eru bara prjónaðar af fingrum fram, byrja efst á þeim öllum og svo getur maður bara gert alls konar útgáfur, stuttar eða síðar ermar, mismunandi kraga, hneppt að framan eða aftan, stroff eða garðaprjón og líka kjóla.
fimmtudagur, 25. júlí 2024
Hlýrabolir á börnin
þriðjudagur, 2. júlí 2024
Fleiri dúkkuföt
Þessar dúkkur geta alltaf bætt við sig fötum. Mér finnst líka gaman að taka smá rispur í dúkkufatagerð, enda þurfa ömmustelpurnar að hafa úr einhverju að velja. Þessar tvær stærri eru 18” dúkkur og sú minni 14” að stærð. Ég nota tommumálin frekar því þá finn ég miklu meira úrval þegar ég leita að sniðum og uppskriftum.
Buxnasniðið á þessa litlu bjó ég nú eiginlega til sjálf, var með einhvern grunn sem passaði engan veginn þannig að ég breytti og minnkaði þangað til þetta varð sæmilegt.
Peysurnar á stærri dúkkurnar eru eftir fríum uppskriftum á Ravelry, og þá bleiku reyndi ég að hafa í stíl við hinar en þurfti að gera tvær tilraunir til að láta hana passa. Þá gulu gerði ég svo bara eftir sama grunni.