Heildartala yfir síðuflettingar

Sýnir færslur með efnisorðinu Nálapúðar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Nálapúðar. Sýna allar færslur

þriðjudagur, 15. ágúst 2023

Hjónahnútur

Fyrir löngu fann ég þetta munstur á netinu. Ég átti afgang af stramma og nóg af kambgarni, svo ég taldi bara út eftir myndinni sem ég fann og kláraði miðjuna. Svo lagði ég það frá mér í mörg ár en lauk við það fyrir nokkru.

Í heildina er munstrið mun stærra, breiður rammi í kringum fuglana, en ég setti bar mjóan ramma og lét það gott heita. 


 Svo bjó ég til lítinn púða sem fer vel með hinum nálapúðunum. Hann er saumaður með fléttusaum, eða gamla krosssaumnum. Upphaflega munstrið er byggt á munstri úr Sjónabókinni.

miðvikudagur, 5. október 2022

Nálapúði


 Ég fór á sýningu á verkum Karólínu Guðmundsdóttur vefara í Árbæjarsafni í sumar. Mjög fróðleg og flott sýning. Nú er búið að endurgera nokkur útsaumsmunstur sem hún gerði og setja í pakkningar til sölu. Mig langar að eignast eina af þeim, en þessi litli nálapúði er líka með munstri sem tekinn er úr stærra verki eftir hana og birtist í nýjasta tölublaði Hugar og handar. Ég átti gamlan ullarjafa og nóg af kambgarni og saumaði hann. Átti líka ullarefni í bak og ullartróð. Hann er ekki nema 11x11 sm að stærð.

sunnudagur, 27. febrúar 2011

Nálapúðar

Ég er löngu búin að sauma þessa nálapúða, en átti bara eftir að setja í þá fyllingu.
Þeir eru saumaðir með fléttusaumi eða gamla krosssaumi úr kambgarni.
Ég var áður búin að blogga um þann rauða, en uppskriftin er úr 4. tölublaði Húsfreyjunnar frá árinu 2004.

sunnudagur, 3. maí 2009

Nálapúði

Ég hef gert nokkra svona nálapúða, en gefið þá alla. Þennan átti ég saumaðan, og ákvað að ganga frá honum í dag og eiga hann sjálf.
Hann er saumaður með kambgarni í sama java og riddarateppið, með fléttusaum, eða gamla krosssaumnum.
Uppskriftina fékk ég í 4. tölublaði Húsfreyjunnar árið 2004. Þar eru líka tvö önnur munstur.